Fréttir
Súpufundur Samtaka atvinnulífsins í Hofi
07.06.2021 kl. 15:45
Á hringferð um landið. Frá vinstri: Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA (sem verður reyndar ekki á fundinum á Akureyri), Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA.
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins (SÍ) eru á fundaferð um landið þessa dagana. Fundur SÍ á Akureyri verður í menningarhúsinu Hofi á morgun, þriðjudag, klukan 16.00 til 17.30. Beðið verður upp á súpu.
„Efni fundarins verður uppbygging íslensks atvinnulífs í kjölfar kórónukreppunnar. Samtal um atvinnulífið, tækifæri og veginn framundan. Fulltrúar SA hlakka til að hitta stjórnendur og starfsfólk öflugra fyrirtækja á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu.
Nauðsynlegt er að skrá mætingu – smellið hér til þess. Í tilkynningu eru félagsmenn hvattir til þess að mæta, þiggja veitingar og eiga spjall um framtíðin