Sumarið kemur á fimmtudaginn!
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku spáir 12 til 13 stiga hita á Akureyri á morgun, en með norðan andvara. „Sumarið sýnir sig hins vegar á fimmtudag með allt að 16 til 17 stiga hita, suðaustan átt og sól að auki,“ segir Einar við Akureyri.net.
Hann segir ekki útlit fyrir neina úrkomu sem orð er á gerandi „fyrr en slær aðeins í bakseglin með hitann fyrstu dagana í júni.“ Einar spáir til dæmis norðanátt og „greinilegri rigningu“ um miðja næstu viku, þannig að sumarið sem væntanlegt er á fimmtudaginn virðist ekki ætla að staldra mjög lengi við í bili. Það kemur hins vegar aftur, en engu skal lofað um hvenær.
Nýjustu langtímaspárnar ná frá 3. til 26. júní. Einar segir mestar líkur á því sjómannadagshelgina verði hæglátt veður, nokkuð bjart en svalt. Sjómannadagurinn er sunnudaginn 6. júní.
Smelltu hér til að fara á vef Bliku.