Fara í efni
Fréttir

Stór verkefni bíða næstu bæjarstjórnar

Hallgrímur Gíslason, formaður Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK), er óánægður með fjárframlög í þágu aldraðra í sveitarfélaginu. Hann skrifar opið bréf til bæjarráðs sem birtist á Akureyri.net í dag, þar sem hann nefnir m.a. að bæjarráð hafi ekki getað orðið við erindi félagsins þar sem óskað var eftir aðkomu bæjarins að byggingu og rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk í Holtahverfi-norður.  

„Bæjaryfirvöldum hefur gengið mjög illa að forgangsraða fjármunum í þágu aldraðra og því bíða stór verkefni næstu bæjarstjórnar strax næsta vor,“ segir Hallgrímur. „Flest eldra fólk hér í bæ hefur greitt gjöld til bæjarins svo áratugum skiptir og fjöldi 60 ára og eldri nálgast óðum 30% af fjölda íbúa á kjörskrá. Röðin er því komin að þeim að fá þá þjónustu sem þeim ber af hálfu sveitarfélagsins og er lágmarks krafa að hún jafnist á við þá þjónustu sem sveitarfélög af sambærilegri stærðargráðu veita. Stjórn EBAK er ákveðin í að gera það sem henni er unnt á næstu mánuðum til að þurfa ekki að lesa aftur sömu klausuna, „bæjarráð getur ekki orðið við erindinu“.“

Smellið hér til að lesa grein Hallgríms.