Fara í efni
Fréttir

Stefnir í sigur Samfylkingarinnar

Staðan eftir að 5.000 atkvæði hafa verið talin í Norðausturkjördæmi.

Skömmu fyrir miðnættið komu nýjar tölur úr Norðausturkjördæmi. Smávægilegar breytingar höfðu þá orðið frá fyrstu tölum. Miðflokkurinn var með einn þingmann í fyrstu tölum, en núna með tvo, en á móti var Framsóknarflokkurinn með tvo samkvæmt fyrstu tölum, en einn núna. Næsti frambjóðandi inn er Kristín Sif Árnadóttir af F-lista, eins og í fyrstu tölum.

Á kjörskrá: 31.039
Atkvæði greiddu: ?
Atkvæði talin: 5.000

B – listi Framsóknarflokks –  638 atkvæði - 12,76% - 1 þingmaður
C – listi Viðreisnar – 471 atkvæði - 9,42% - 1 þingmaður
D – listi Sjálfstæðisflokks – 809 atkvæði - 16,18% - 2 þingmenn
F – listi Flokks fólksins – 715 atkvæði - 14,3% - 1 þingmaður 
J – listi Sósíalistaflokks Íslands – 129 atkvæði - 2,58%
L – listi Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt – 34 atkvæði - 0,68%
M – listi Miðflokksins – 670 atkvæði - 13,4% - 2 þingmenn
P – listi Pírata –  88 atkvæði - 1,76%
S – listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands – 1.161 atkvæði - 23,22% - 3 þingmenn
V – listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs – 200 atkvæði - 4%

Auðir seðlar voru 81 og fjórir ógildir.

Miðað við stöðuna á miðnætti yrðu eftirtalin þingmenn Norðausturkjördæmis:

1. Logi Einarsson (S)
2. Jens Garðar Helgason (D)
3. Sigurjón Þórðarson (F)
4. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M)
5. Ingibjörg Ólöf Isaksen (B)
6. Eydís Ásbjörnsdóttir (S)
7. Ingvar Þóroddsson (C)
8. Njáll Trausti Friðbertsson (D)
9. Sæunn Gísladóttir (S)
10. Þorgrímur Sigmundsson (M) - landskjörinn (jöfnunarsæti)

Fjögur af þessum tíu sátu á síðasta þingi, þau Logi, Sigmundur Davíð, Ingibjörg Ólöf og Njáll Trausti. Mögulega verður Ingvar Þóroddsson frambjóðandi Viðreisnar yngsti þingmaðurinn á næsta þingi. Sigurjón Þórðarson hefur áður setið á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn. Jens Garðar, Eydís, Ingvar, Sæunn og Þorgrímur kæmu inn sem nýir þingmenn.