Fara í efni
Fréttir

Stærsti radar Le Monge vegur 62 tonn

Franska skipið Le Monge við Oddeyrarbryggju í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Franska skipið Le Monge lagðist að Oddeyrarbryggju á Akureyri í vikubyrjun. Seglsnekkjan A, sem nýlega er farin frá Akureyri, var sannarlega óvenjulegt fley og Le Monge telst líklega heldur ekki til þeirra hefðbundnu.

Le Monge flokkast sem mælinga- og prófunarskip, að því er fram kom í tilkynningu frá franska sendiráðinu þegar skipið lagðist að bryggju í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Aðalverkefni þess eru prófanir á flugskeytum fyrir franska herinn en skipið tekur líka þátt í margvíslegum verkefnum sem ekki tengjast hernaði, að sögn. Sem dæmi um það má nefna þátttöku í prófunum við geimflug og þátttöku í geimeftirliti, að því er þá kom fram. Skipið kemur til Akureyrar til þess að sækja vistir og hvíla mannskapinn. 

Stærsti radarinn á þilfari skipsins heitir Normandie, vegur 62 tonn og er 14 metrar að þvermáli. Í áhöfn skipsins eru 124 meðlimir franska hersins, en auk þess sjá 78 manns um tæknibúnaðinn.