Spara má neytendum 25 milljarða á ári!
Guðmundur Haukur Sigurðarson, tæknifræðingur og framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir engar tæknilegar hindranir í því að stórauka framleiðslu á innlendu, endurnýjanlegu eldsneyti.
„Það eru heldur nánast engar tæknilegar hindranir í því að ljúka orkuskiptum á fólksbílum og í almenningssamgöngum og vöruflutningum á næstu 5 árum á Íslandi. Það mun ekki kæla hagkerfið – þvert á móti,“ segir Guðmundur í pistli dagsins á Akureyri.net.
Hann segir: Verði banni á innflutningi bensín- og dísilbíla flýtt til 2025 mun það aðeins hafa íþyngjandi áhrif á 1% Íslendinga, en orkukostnaður neytenda lækka um 25 milljarða á ári! „250 milljarðar í minni samgöngukostnað neytenda á 10 árum er svipuð upphæð og kostnaður íslenska ríkisins á síðasta ári vegna aðgerða sem tengjast Covid.“
Smellið hér til að lesa pistil Guðmundar.