Fréttir
Slökkviliðið æfði sig í Krossanesbænum
24.10.2023 kl. 22:30
Mynd: Slökkvilið Akureyrar
Gamli Krossanesbærinn eyðilagðist í eldi einn fagran dag í síðustu viku. Engin hætta var þó á ferðum og eldurinn kom akureyrskum slökkviliðsmönnum sannarlega ekki á óvart; eftir að Akureyrarbær tók ákvörðun um að rífa ætti húsið fékk Slökkvilið Akureyrar nefnilega leyfi til að brenna húsið og nota það til æfinga.
„Þarna fengu reykkafarar að æfa slökkvistarf innan dyra með alvöru eld. Eftir það var húsið gert alelda og fengum við tækifæri að fylgjast með þróun bruna,“ sagði á Facebook síðu slökkviliðsins. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur að fylgjast með. Það er ekki alltaf sem við fáum að æfa í alvöru aðstæðum sem þessum.“
Mynd: Skapti Hallgrímsson
Mynd: Slökkvilið Akureyrar