Fréttir
Skyndihjálp eitt megin verkefni Rauða krossins
18.02.2023 kl. 06:00
Veiting og kennsla skyndihjálpar hefur verið eitt af megin verkefnum Rauða krossins frá upphafi og hér á landi býður félagið upp á fjölbreyttar tegundir skyndihjálparnámskeiða fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa.
Fjallað er um skyndihjálp í pistli vikunnar frá starfsfólki Rauða krossins við Eyjafjörð.
„Skyndihjálp er skilgreind sem sú aðstoð sem veitt er veikum eða slösuðum á meðan beðið er eftir viðbragðsaðilum eða áður en leitað er frekari heilbrigðisþjónustu. Skyndihjálp og sálræn fyrsta hjálp er í raun órjúfanlegur hluti af eðli okkar, en það fær okkur til að vilja aðstoða, vera til staðar og hjálpa í neyð, hvort sem hjálpin sem við veitum er mikil eða lítil.“
Smellið hér til að lesa pistilinn.