Fara í efni
Fréttir

Skothríð daga og nætur í Hlíðarfjalli

Skothríð hefur verið í Hlíðarfjalli síðan á þriðjudag; snjóframleiðsla er altso hafin. Byssurnar voru settar í gang að morgni þriðjudags enda frost á Fróni og góðum veðurskilyrðum spáð næstu daga. Starfsfólk í Hlíðarfjalli vinnur á vöktum svo hægt sé að framleiða gæðasnjó dag og nótt. Það biður útivistarfólk að gæta varúðar, vegna þess að við snjóbyssurnar liggja rafmagns- og gagnakaplar ásamt slöngum með vatni, og mikill þrýstingur er í slöngunum.

„Uppgöngufólk ætti að athuga að enn er lítill snjór í fjallinu. Víða eru hindranir og grjót undir grunnri snjóhulu. Einungis stöku gil hafa safnað snjó. Nýr snjór getur verið óstöðugur sérstaklega ef rignir eða hlýnar,“ segir á heimasíðu Hlíðarfjalls.

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið 17. desember.

Nánar upplýsingar hér um snjóflóðahættu í Hlíðarfjalli.