Fara í efni
Fréttir

Skotárás í Svíþjóð: „Rosalega sjokkeruð“

Sænskir fjölmiðlar fjalla vitaskuld mikið um árásina í dag.

Akureyringurinn Svanfríður Birgisdóttir er einn skólastjóra Campus Risbergska skólans í Örebrö í Svíþjóð þar sem í dag var gerð skotárás. Sænska ríkissjónvarpið heldur því fram að nokkrir séu látnir en lögregla hefur ekki staðfest það. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður í samtali við Vísi.

Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Hún var á krísufundi í ráðhúsi borgarinnar þegar Vísir náði í hana.

Vísir segir um að ræða stærsta fullorðinsskóla í Örebro þar sem um 7.000 eru í námi og 2-3.000 sæki þar nám dag hvern.

Frétt Vísis

VIÐBÓT – Lögreglan í Örebro greindi frá því um fimmleytið að 10 eru látnir, þar á meðal árásarmaðurinn.