Fréttir
Skógræktarfélagið fær forláta bandsög að gjöf
13.04.2023 kl. 17:00
Guðmundur Þorsteinsson og bandsögin góða. Mynd af Facebook síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk í gær forláta bandsög að gjöf frá Guðmundi Þorsteinssyni, söng- og skipasmíðameistara. Félagið greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.
„Bandsögin sú arna á sér merka sögu,“ segir á síðu Skógræktarfélagsins. Hún hafi verið keypt ný til skipasmíðastöðvar KEA á eftirstríðsárum, og hafi síðan verið notuð í Slippstöðinni um árabil áður en Guðmundur eignaðist hana. „Hann hefur haldið hefur gripnum vel við, enda er hún eins og ný úr kassanum og kemur til með að nýtast okkur afar vel til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Við þökkum höfðinglega gjöf!“ segir á síðu Skógræktarfélagsins.