Fara í efni
Fréttir

Skíðabrekkur verða lokaðar til 12. janúar

Ljóst er að fólki verður ekki hleypt í brekkur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli fyrr en 12. janúar hið fyrsta, frekar en í aðrar skíðabrekkur landsins. Samkvæmt reglugerð um samkomutakmörkunum vegna Covid-19, sem tóku gildi í gær, er það óhjákvæmilegt. 

Draumur forráðamanna skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli var að setja lyfturnar í gang og hleypa fólki á svæðið 17. desember en það er útilokað.

Skíðagöngusvæðið í Hlíðarfjalli hefur hins vegar verið opið og verður áfram.