Fréttir
Skemmdarverk á skálanum í Fálkafelli
21.02.2025 kl. 10:52

Myndir sem teknar voru í morgun, af skála Skátafélagsins Klakks í Fálkafelli. Myndir: Sigríður Ragnarsdóttir
Það var ekki falleg aðkoma þegar útivistarfólk kom upp í Fálkafell í morgun, en einhver hafði brotið rúðu og skemmt hurðina á skálanum með stórum steini. Ekki er enn vitað hvort frekari skemmdir séu innandyra eða hvort eitthvað hafi verið tekið.
Það var Sigríður Ragnarsdóttir sem lét vita af skemmdarverkunum með þessum myndum, inni á Facebook síðunni 100 ferðir á Fálkafell.
Ef lesendur vita eitthvað um málið er bent á að hafa samband á klakkur@klakkur.is