Fara í efni
Fréttir

Sjúkrahúsið braut persónuverndarlög

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) hafi brotið persónuverndarlög þegar það sendi sjúkraskrár konu og barns hennar á lögheimili barnsins en ekki til konunnar sjálfrar. Þetta kemur fram á vef Ríkisúvarpsins.

Í ljósi þess hversu viðkvæm gögnin eru telur Persónuvernd að það hafi verið verulega ámælisvert að SAk skyldi ekki gæta þess að senda þau á rétt heimilisfang. Engu breyti þar um að gögnin hafi verið send í ábyrgðarpósti og endursend til sjúkrahússins óopnuð.

Smellið hér til að lesa frétt RUV.