Fara í efni
Fréttir

Sjö í úrslit – viltu verða kosningastjóri fugls?

Sjö fuglar komust í úrslit í forvali kosningar um fugl ársins hér á landi. Fugalvernd stendur fyrir kosningunni og leitar nú að kosningastjórum fyrir hvern fugl; þeir óska þess nú að fá byr undir báða vængi í kosningabaráttunni, eins og það er orðað í tilkynningu!

Kosið verður á milli þessara tegunda:

  • Auðnutittlingur
  • Himbrimikominn með kosningastjóra
  • Hrafn
  • Hrossagaukur
  • Jaðrakan
  • Kría
  • Maríuerla

Þeir sem hafa áhuga á að gerast kosningastjórar eru beðnir um að senda línu á netfangið fuglarsins@fuglavernd.is fyrir næsta þriðjudag, 23. ágúst, og taka fram hvaða fugli viðkomandi hefur áhuga á að koma á framfæri til 5. september þegar kosning hefst.

Frekari upplýsingar er að finna hér – kosning fer svo fram rafrænt hér dagana 5. til 12. septemberog sigurvegari verður kynntur 16. september, á Degi íslenskrar náttúru.