Fréttir
Sjálfstæðismenn samþykkja listann
19.06.2021 kl. 17:18
Tillaga að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykkt á fundi kjördæmisráðs í Mývatnssveit í dag. Sex efstu sæti listans eru skipuð af frambjóðendum í prófkjöri flokksins sem fram fór 29. maí sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn kjördæmisráðsins.
Framboðslistinn í heild sinni:
- Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, Akureyri
- Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur, Akureyri
- Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður byggðaráðs, Egilsstöðum
- Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Reyðarfirði
- Gunnar Hnefill Örlygsson, framkvæmdamaður, Húsavík
- Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, háskólanemi, Ólafsfirði
- Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, Siglufirði
- Ketill Sigurður Jóelsson, verkefnastjóri, Akureyri
- Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, bóndi og fjölskyldufræðingur, Eyjafjarðarsveit
- Einar Freyr Guðmundsson, menntaskólanemi, Egilsstöðum
- Helgi Ólafsson, rafvirkjameistari, Raufarhöfn
- Freydís Anna Ingvarsdóttir, sjúkraliði og bóndi, Aðaldal
- Róbert Ingi Tómasson, framleiðslustjóri, Seyðisfirði
- Guðný Margrét Bjarnadóttir, kennari og skíðaþjálfari, Eskifirði
- Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði
- Kristín Halldórsdóttir, rekstrarstjóri, Akureyri
- Stefán Magnússon, bóndi, Hörgársveit
- Guðrún Ása Sigurðardóttir, leikskólastarfsmaður, Fáskrúðsfirði
- Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrv. alþingismaður, Seyðisfirði
- Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Akureyri
Meðaldur tíu efstu er 36,3 ár og meðalaldur allra frambjóðenda er 44,5 ár.