Fara í efni
Fréttir

Símabann í skólum leysir ekki öll vandamál

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins. 

„Höfum í huga að símabann leysir ekki öll vandamál. Stefnumótun verður að halda áfram. Símabann í skólum leysir ekki áskoranir foreldra heima fyrir,“ segir Skúli Bragi Geirdal sviðstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands sem heyrir undir Fjölmiðlanefnd, í grein sem Akureyri.net birtir í dag.

„Mikilvægt er að líta á málið heildstætt og halda áfram að vinna með örugga og ábyrga notkun skjátækja bæði heima fyrir rétt eins og gert er í skólum. Inni á Heilsuveru má finna leiðbeiningar fyrir foreldra sem nefnast Skjárinn og börnin sem unnar eru af Fjölmiðlanefnd og Geðheilsumiðstöð barna. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi fræðslu fyrir börn, ungmenni, foreldra og allt starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta og tómstunda,“ segir Skúli Bragi.

Grein Skúla Braga: 10 atriði varðandi símabann í skólum