Fara í efni
Fréttir

Sigurður skrifar um landnám blæaspa

Sigurður Arnarson birti í dag vikulegan pistil í röðinni Tré vikunnar á heimasíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Að þessu sinni fjallar hann í landnám blæasparinnar – Populus tremula.

„Það er engum blöðum um það að fletta, hvorki laufblöðum né öðrum blöðum, að ásýnd Íslands var ekki sú sama við landnám og nú er. Landið var allt betur gróið og 25-40% landsins var skógi vaxið. Undraskamman tíma tók forfeður okkar að breyta þessari ásýnd. Skógum var miskunnarlaust eytt og landgæðum hnignaði,“ skrifar Sigurður. „Af þeim trjátegundum sem talið er að hafi verið hér við landnám tókst næstum að útrýma einni en ekki alveg. Þetta er tegundin blæösp eða Populus tremula. Í þessum pistli skoðum við hinn endann á keðjunni. Hvernig barst þessi tegund til Íslands og hvaðan kom hún?“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar Arnarsonar