Fara í efni
Fréttir

Síðasta helgin í sumaropnun Hlíðarfjalls

Frá Fjallabruni Greifans fyrr í sumar. Ljósmynd: Ármann Hinrik Kolbeinsson.

Helgin fram undan er sú síðasta í sumaropnun í Hlíðarfjalli, en þar eru meðal annars merktar hjólaleiðir og gönguleið frá Strýtuskálanum upp á fjallsbrún þaðan sem útsýni er fagurt til allra átta. Þetta er síðasta tækifærið til að nýta Fjarkann áður en slökkt verður á honum og undirbúningur hefst fyrir skíðavertíðina.

Sunnudaginn 10. september verður Fjallabrun Greifans, síðasta bikarmót ársins í fjallabruni. Keppni hefst kl. 13.