Fara í efni
Fréttir

Sex NATO herskip æfa í Eyjafirði

Tvö herskipanna í grennd við Hrísey í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Sex skip úr fasta­flota Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), voru við æfingar á Eyjafirði í dag. Skipin vöktu eðlilega mikla athygli og fékk Akureyri.net fjölda ábendinga um þau frá fólki út með firði frá því um miðjan dag.

Skipin sigldu rétt inn fyrir Hrísey. Þau tóku þátt í leitar- og björgunaræfingu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar en flotinn heldur svo áleiðis suður og er væntanlegur til Reykjavíkur fyrir helgi. Þaðan liggur leiðin að ströndum Noregs þar sem skipin taka þátt í eftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose.

Skemmtiferðaskipið Island Princess, lengst til vinstri, á leið út fjörðinn undir kvöld á meðan tvö herskipanna æfðu sig í grenndinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson