Sex hópar vilja hanna nýja legudeild SAk
Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 fermetra nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu. Gert er ráð fyrir að nýja byggingin verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði.
Fimm hópar verða valdir til þátttöku í útboðinu þegar forvalsnefnd hefur metið innsend gögn. Lendi niðurstaða á jöfnu mun fulltrúi sýslumanns draga út þann hóp sem ekki fær boð um að taka þátt í útboðinu, skv. upplýsingum frá Nýjum Landspítala ohf., sem sér um málið.
Þetta eru hóparnir sem hafa áhuga á að taka þátt í útboði vegna verksins:
- Arkþing Nordic
Exa nordic
Lota ehf.
Myrra hljóðstofa
Líf byggingar
_ _ _
- EFLA
ASK arkitektar
Ratio arkitekter
_ _ _
- Mannvit
Arkís arkitektar
_ _ _
- Verkís
TBL arkitektar
JCA Ltd
Brekke & Strand
_ _ _
- VSÓ ráðgjöf
Hornsteinar arkitektar
Brunahönnun
Brekke & Strand
Niras
_ _ _
- Teiknistofan Tröð
Teknik verkfræðistofa
TKM hönnun
Örugg verkfræðistofa
Hljóðvist