Séra Hildur Eir með þemamessur í vetur
Þemamessur verða haldnar reglulega í Akureyrarkirkju í vetur, sú fyrsta næsta sunnudag – foreldramessa.
Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, segir einsemd að verða eina mestu heilsufarsvá samtímans. „Fyrir því eru margar ástæður en kannski skiptir meira máli að bregðast hratt við í stað þess að eyða of miklum tíma í að greina vandann. Það eru margir einmana í okkar samfélagi og þeir sem eru einmana bera það ekkert endilega utan á sér,“ segir Hildur Eir í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag.
„Eitt af því sem Jesús bað okkur um að gera var að eiga borðsamfélag í hans nafni, sem við og gerum í flestum guðsþjónustum safnaðarins. Í vetur ætlum við að útvíkka þetta borðsamfélag altarisgöngunnar með sunnudagsmáltíð að loknum þemamessum sem haldnar verða reglulega í Akureyrkirkju en sú fyrsta er næstkomandi sunnudag kl 17:00.“
Smellið hér til að lesa pistil Hildar Eirar