Fara í efni
Fréttir

Selja bara þriggja tíma miða, tvískipta svæðinu

Vegna fjöldatakmarkana hafa forráðamenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli ákveðið að tvískipta svæðinu næstu þrjá daga og selja einungis miða sem gilda í þrjá klukkutíma. Eingöngu verður hægt að kaupa miða á netinu. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu Hlíðarfjalls rétt í þessu.
 
Hægt verður að velja um tvö tímabil hvern dag:
 
Föstudag: 12.00 - 15.00 og 16.00 - 19.00
Laugardag: 10.00 - 13.00 og 14.00 - 17.00
Sunnudag: 10.00 - 13.00 og 14.00 - 17.00
 
Tímabundið hefur verið lokað fyrir miðasölu á netinu en opnað verður aftur um leið og búið er að útfæra fyrirkomulagið frekar.
 
Þeir sem þegar hafa keypt sér dagspassa fyrir helgina eiga tryggt pláss í fjallið, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. „Við biðjum ykkur að sýna okkur þolinmæði á meðan við keyrum þessar breytingar í gegn og munum upplýsa ykkur um stöðu mála um leið og við höfum nýjar upplýsingar,“ segir þar.
 
VIÐBÓT klukkan 13.15 - Grein hefur verið frá því á síðu Hlíðarfjalls að þeir sem nú þegar hafa keypt sér vetrarkort og dagspassa fyrir helgina eiga tryggt pláss í fjallið. Miðasala verður opin fyrir þá sem vantar Skidata kort og þá sem þurfa einhverja aðstoð.