Fara í efni
Fréttir

Segir umhverfismál hornreka og vill breyta

Jón Ingi Cæsarsson, sem á árum áður sat lengi í umhverfisnefnd Akureyrar, fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna, hvetur til þess í grein á Akureyri.net að Umhverfis- og mannvirkjaráð bæjarins verði lagt niður í núverandi mynd og þessir óskyldu málaflokkar, eins og hann tekur orða, verði aðskildir.

Jón Ingi segir í greininni að Akureyri hafi á sínum tíma verið leiðandi í umhverfismálum hér á landi en málaflokkurinn líði nú fyrir skort á eftirfylgni, stefnumótun og getu núverandi ráðs til að halda um málflokkinn með reisn. Mestur þeirra tími ráðsins fari í ýmiskonar mannvirkjamál.

Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga.