Fréttir
Sanngjarnara að hætta við gjaldtökuna en fresta
17.01.2024 kl. 17:30
Björn Valur Gíslason, sjómaður á Akureyri og fyrrverandi alþingismaður, segir ánægjulegt að Isavia hafi frestað boðaðri gjalddtöku á bílastöðum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum þó að hans mati hefði verið sanngjarnara að hætta alveg við hana. Þetta kemur í grein Björns Vals sem birtist á Akureyri.net í dag.
„Það þykir kannski ekki mikið að greiða 350 krónur á tímann fyrir bílastæði á flugvelli eða 1.750 krónur fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem bíll stendur þar eða jafnvel 12.000 krónur fyrir eina viku. En þegar það bætist ofan á annað kostnað sem íbúar landsbyggðanna þurfa að bera, af oftar en ekki nauðsynlegu innanlandsflugi, þá er full ástæða til að spyrna við fæti.“
Smellið hér til að lesa grein Björns Vals.