Fréttir
Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska samþykktur!
13.04.2021 kl. 10:18
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Kjarnafæðis og Norðlenska skv. heimildum Akureyri.net. Niðurstaðan verður kynnt í dag eftir því sem næst verður komist.
Þetta eru tvö af kunnustu matvælafyrirtækjum landsins. Kjarnafæði á Svalbarðseyri er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska, sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, í eigu Búsældar. Það félag er í eigu um 500 bænda á Íslandi. Félögin tvö hafa átt í viðræðum um samruna frá því á haustmánuðum 2018.
Viðbót klukkan 11.47 Skilyrði fyrir sameiningunni