Fréttir
Sala á jólabjór hefst á öldurhúsum í kvöld
01.11.2024 kl. 18:45
J dagurinn er í dag og verður jólabjórnum því fagnað á flestum börum bæjarins í kvöld. Mynd: Unsplash/Yutacar
Bjóraðdáendur bíða alltaf spenntir eftir því að sala hefjist á jólabjór. Á öldurhúsum hefst sala á jólabjór Tuborg í kvöld, á J daginn, en sala á jólabjór hófst í Vínbúðunum í gær.
J dagurinn kemur frá Danmörku og markar upphaf þess að jólabjór Tuborg fer í sölu. Talað er um að snjórinn falli þennan dag sem er tilvísun í hvíta bjórfroðuna. Hefðin hefur skilað sér til Íslands og á Akureyri klingja jólabjöllur á Akureyri í kvöld kl. 20.59 t.d. á Akureyri Backpackers og á R5 bar í tilefni af J deginum.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vínbúðarinnar eru klassískir lager jólabjórar frá stærri framleiðendunum mest áberandi hjá þeim í ár í bland við tilraunakenndari vörur, þar sem verið er að leika sér meira með krydd og bragð.