SAk: Er ekki aðstaða til hjartaþræðinga tímabær?
Benedikt Sigurðarson veltir því fyrir sér í grein á Akureyri.net í dag hvort ekki sé tímabært að koma upp aðstöðu til hjartaþræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
„Fyrir liggur að fjöldi einstaklinga fær hjartaáfall þar sem menn búa og starfa á Norður og Austurlandi - innan tveggja klukkustunda útkallsfjarlægðar frá Akureyri. Vitandi af langflestir sem fá slíkt áfall og komast í neyðarþræðingu innan hóflegs tíma lifa áfallið af og margir verða fyrir takmörkuðum áverka á hjarta. Með því að sjúklingur komist undir læknishendi með hraði og í aðgerð innan sem skemmst tíma munu flestir lifa góðu lífi – jafnvel 20-30 ár og – verða áfram virkir þátttakendur á vinnumarkaði og sem samfélagsþegnar og hluti af hamingjusamri fjölskyldu,“ segir eftirlaunamaðurinn Benedikt í greininni.
Þetta kosti auðvitað töluverða fjárfestingu en ákvörðunin sé ekki eingöngu kostnaðarlegt mat; „heldur er það pólitísk ákvörðun sem byggist á því hvort við sem samfélag viljum tryggja þennan aðgang að umræddri og mikilvægri bráða- og sérfræðiþjónustu.“
Smellið hér til að lesa grein Benedikts