Safna fyrir fjölskyldu drengs með hvítblæði
Rúnar Berg Gunnarsson, fimm ára drengur á Akureyri, greindist með hvítblæði á dögunum og nú hafa vinir og ættingjar foreldra hans, Ingibjargar Huldu Jónsdóttur og Gunnars Jarls Gunnarssonar, opnað styrktarreikning til stuðnings fjölskyldunni. Ljóst er að foreldrarnir verða frá vinnu og þurfa að dvelja langdvölum í Reykjavík. Þá verður áheitum einnig safnið í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
- Styrktarsjóður Rúnars: Reikningsnúmer 0511 - 14 - 011788. Kennitala 020892 - 3749
- Hlaupahópurinn Vinir Rúnars hlaupa til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í Reykjavíkurmaraþoninu. Smellið hér til að heita á hópinn.
Það var fyrir liðlega tveimur vikum sem foreldrar Rúnars tóku eftir að því að hann var ólíkur sjálfum sér og Ingibjörg, sem er hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, tók blóðprufu af syni sínum eftir að hann var slappur og með hita heila helgi. Hún gerði sér grein fyrir því að ekki var allt með felldu, strax var farið með drenginn á Landsítalann og tveimur dögum síðar, eftir að tekið var beinmbergssýni og mænuvökvi úr Rúnari, lá niðurstaðan fyrir.
Í samtali við Fréttablaðið í gær hrósa hjónin heilbrigðiskerfinu í hástert en greiningin var kominn rúmum tveimur sólarhringum eftir að blóðprufan var tekin. „Bráðabirgðaniðurstöður voru komnar í hádeginu eftir sýnatökur fyrr um morguninn þar sem beinmergsýni og mænuvökvi var tekinn. Sýnin voru síðan send til Kaupmannahafnar til frekari rannsókna.“
Rúnar Berg byrjaði strax í lyfjameðferð seinnipart miðvikudags og frekari niðurstöður að utan voru komnar til landsins á föstudeginum.
„Það er alveg magnað að sjá hvernig þetta ferli fór bara í gang,“ segir Gunnar í Fréttablaðinu. „Við erum bara orðlaus yfir stuðningnum bæði félagslega stuðningnum og hvað kerfið grípur mann þétt.“
Fjölskyldunni var úthlutað íbúð í Reykjavík af Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en ljóst er að þau hjónin þurfa að dvelja í höfuðborginni á meðan Rúnar Berg er í lyfjameðferð.
„Það er alveg yndislegt fólk sem hefur tekið á móti okkur hérna Barnaspítalanum. Við höfum fengið að hitta félagsráðgjafa, djákna, lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa leitt okkur áfram í þessu,“ segir Gunnar í Fréttablaðinu.
Skjót viðbrögð heilbrigðiskerfisins virðast hafa skipt sköpum og segir Gunnar ávinningur strax kominn af lyfjameðferðinni. „Í dag er rúm vika liðin og það er strax kominn ávinningur af lyfjameðferðinni honum er farið að líða betur. Hann er ekki með jafn mikla beinverki. Hann þurfti morfín og fentanýl plástur fyrstu daganna en núna í dag í fyrsta skipti þurfti hann enginn verkjalyf,“ segir Gunnar.
Smellið hér til að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu.