Fara í efni
Fréttir

Rúmur klukkutími í lest um Kjöl til Reykjavíkur?

Kjalvegur

Lest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar „virðist ekki vera tímabær,“ segir Runólfur Ágústsson sem unnið hefur að þeirri hugmynd ásamt fleirum í áratug. „Mögulega er hins vegar tímabært að varpa fram annarri og töluvert róttækari hugmynd: Lest sem myndi tengja Reykjavík og Akureyri um Suðurland yfir Kjöl,“ segir hann í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. „Slík lest myndi tryggja örugga tengingu þessara tveggja stærstu þéttbýlisstaða landsins þar sem vegalengd þar á milli yrðu rúmir 300 kílómetrar og ferðatíminn rúm klukkustund.“

Slík lest myndi gjörbreyta byggðaþróun í landinu, en framkvæmdin yrði gríðarlega dýr, segir Runólfur.

„Framkvæmd eins og hér er lýst myndi dreifa byggð á landinu og þeim vexti sem fram undan er. Akureyri gæti þannig vaxið úr rúmlega 20 þúsund íbúum í 40-60 þúsund eða jafnvel 60-80 þúsund og sambærilegur vöxtur gæti orðið á Suðurlandi. Ísland myndi þá hætta að verða það borgríki sem það er í dag og vöxtur færast frá suðvesturhorninu út um landið.“

Smellið hér til að lesa grein Runólfs