Fréttir
Rauði krossinn veitir fé til Sómalíu
25.06.2022 kl. 10:21
Stjórn Eyjafjarðardeildar Rauða krossins hefur ákveðið að veita 2,5 milljónum króna til að sporna við auknum fæðuskorti og hungri í Sómalíu en átökin í Úkraínu hafa haft verulega neikvæð áhrif á ástandið þar vegna hækkandi matvælaverðs sem hefur áhrif í austanverðri Afríku líkt og annars staðar.
„Fólkið sem byggir Sómalíu er í afar viðkvæmri stöðu því þar eru innviðir veikir, heilbrigðisþjónusta af skornum skammti, ungbarna- og mæðradauði mjög hár og að auki hefur landið átt í átökum undanfarin ár og áratugi. Við erum ekki bara ánægð með að geta lagt okkar af mörkum heldur ber okkur skylda til þess,“ segir Gunnar Frímannsson formaður stjórnar Rauða krossins við Eyjafjörð í tilkynningu.