Rauði krossinn – til taks þegar á þarf að halda
Rauði krossinn er viðbragðsaðili í neyð og býr yfir mikilli reynslu á því sviði, enda er neyðaraðstoð eitt elsta og stærsta verkefni Rauða krossins um heim allan og skylduverkefni allra deilda á landsvísu. Hér á landi hefur Rauði krossinn sinnt neyðarvörnum í um hálfa öld og um þann mikilvæga þátt starfseminnar fjalla starfsmenn Rauða krossins í Eyjafirði í pistli dagsins.
„Neyðarvörnum má að mestu skipta í tvo flokka. Annars vegar fjöldahjálp og hins vegar sálrænan stuðning, en flest verkefni eru samspil af hvoru tveggja. Meðal verkefna er að opna og starfrækja fjöldahjálparstöðvar og stundum svæði fyrir aðstandendur, halda utan um skráningar og úrvinnslu þeirra og að veita sálfélagslegan stuðning. Rauði krossinn á einnig aðkomu að rekstri þjónustumiðstöðva almannavarna,“ segir þar.
Smellið hér til að lesa pistilinn.