Rannsaka umskurð á barni í heimahúsi
Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar hvort tæplega eins og hálfs árs gamall drengur hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri í september 2022. Rannsóknin hefur verið í gangi síðan þá.
Þetta kemur fram í frétt RÚV, staðfest af Skarphéðni Aðalsteinsyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á Akureyri.
Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV var umskurðurinn framkvæmdur af trúarlegum ástæðum, en foreldar drengsins eru frá Afríkuríki. Hann var 17 mánaða þegar aðgerðin var framkvæmd.
Skarphéðinn segir að tilkynning um umskurðinn hafi borist frá heilbrigðisstofnun á svæðinu.
„Samkvæmt heimildum fréttastofu endaði barnið á Sjúkrahúsinu á Akureyri fljótlega eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirmála í bænum. Þegar barnið mætti þangað hafi orðið blæðing í skurðsárinu, svo framkvæma þurfti aðgerðina upp á nýtt til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið,“ segir RÚV.
„Heimildir herma að kona frá Ghana hafi umskorið drenginn í heimahúsi. Konan hafi ferðast frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina fyrir foreldra á Akureyri, sem segjast ekki hafa vitað að slíkar aðgerðir gætu farið í bága við lög hér á landi.“
Smellið hér til að sjá frétt RÚV