Fréttir
Rafrænn íbúafundur um fjárhagsáætlun bæjarins
07.12.2021 kl. 12:26
Ráðhús Akureyrar í vetrarbúningi. Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2022 til 2025 verður kynnt á rafrænum íbúafundi í dag, þriðjudag, klukkan 17.00.
Um þessar mundir er unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins, fyrri umræða um áætlunina var 16. nóvember og sú síðari verður á bæjarstjórnarfundi 14. desember.
Fundurinn verður haldinn á Zoom – smelltu hér til að tengjast.
Á fundinum verður sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Opið verður fyrir spurningar og verða bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til svara.
Á vef bæjarins er tekið fram að allir eru hjartanlegir velkomnir á þennan rafræna fund og full ástæða er til þess að hvetja fólk, sem áhuga hefur á rekstri bæjarins, að mæta og spyrja spurninga.