Rafmagnslaust í hluta Lundarhverfis í dag
Rafmagn var tekið af hluta Lundarhverfis klukkan átta í morgun vegna vinnu við dreifikerfi. Gert er ráð fyrir að rafmagn verði komið á aftur um klukkan 16.00. Íbúi sem hafði samband við Akureyri.net undraðist að þetta væri ekki gert á virkum degi en skv. upplýsingum frá Norðurorku var tímasetningin ákveðin m.a. í samráði við forráðamenn skóla og leikskóla.
Þegar farið er í svona stóra framkvæmd er fyrsta val Norðurorku að unnið sá á dagvinnutíma á virkum dögum, skv. upplýsingum frá fyrirtækinu, en vinnuregla þar á bæ er að hafa samband við „stærri og/eða viðkæma aðila á svæðinu“ áður en tekin er ákvörðun um tímasetningu. Eftir samtöl við skóla og leikskóla á svæðinu var ákvörðun tekin að vinna verkið á laugardegi að þessu sinni. Forráðamenn skólanna töldu henta illa að vera án rafmagns á skólatíma.