Fara í efni
Fréttir

Rætt um MA og VMA á fundi bæjarstjórnar

Fundur verður í bæjarstjórn Akureyrar í dag þar sem meðal annars verður rætt um fyrirhugaða sameiningu framhaldsskólanna tveggja í bænum, Menntaskólans og Verkmenntaskólans.
 
Fundurinn, sem verður í fundarsal á 1. hæð Ráðhússins við Geislagötu, er öllum opinn. Fundurinn verður líka í beinu streymi og á vef sveitarfélagsins er fólk hvatt til þess að fylgjast með.
 
Fyrir bæjarstjórnarfundinn munu bæjarfulltrúar hitta Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ráðherra fundaði með skólastjórnendum og fulltrúum kennara Menntaskólans í gær og Verkmenntaskólans í dag.
 

Á fundi bæjarstjórnar í dag verður einnig rætt um árshlutauppgjör Akureyrarbæjar og skipulagsmál, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Smellið hér til að horfa á streymi frá fundinum.