Fréttir
Ræddu saman í gær og hittast aftur í dag
16.05.2022 kl. 06:00
Á kjörstað! Oddvitar framboðanna þriggja sem ræða nú saman um mögulegt meirihlutasamstarf á Akureyri. Frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Framsóknarflokki, Heimir Örn Árnason, Sjálfstæðisflokki og Gunnar Líndal Sigurðsson, L-lista. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Fulltrúar L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ræddu saman í gær um möguleika á myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, eins og Akureyri.net greindi frá í hádeginu að stæði til – sjá hér.
Engin tíðindi var að hafa af fundi gærdagsins önnur en þau að hópurinn myndi hittast aftur í dag.
Listarnir þrír fengu þessa útkomu í kosningunum:
- L-listi, Bæjarlisti Akureyrar 1.705 atkvæði – 18,7% – 3 bæjarfulltrúar (var með 2)
- Sjálfstæðisflokkur 1.639 atkvæði – 18,0% – 2 bæjarfulltrúar (var með 3)
- Framsókn 1.550 atkvæði – 17,0% – 2 bæjarfulltrúar (var með 2)
Bæjarfulltrúar listanna eru þessir:
- L-listi– Gunnar Líndal Sigurðsson, Elma Eysteinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir
- Sjálfstæðisflokkur– Heimir Örn Árnason, Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Framsókn– Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson
Aðeins Halla Björk Reynisdóttir, sem var í þriðja sæti L-lista, hefur setið í bæjarstjórn áður, hin sex eru nýliðar.
Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net um lokatölur í bæjarstjórnarkosningunum