Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði lokuð vegna óhapps

Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðaróhapps í Bakkaselsbrekkunni. Bjargir eru á leið á vettvang. „Við biðjum ykkur að leggja ekki af stað á heiðina og bíða eftir fréttum eða hafa samband við Vegagerðina og kanna með ástandið. Við munum uppfæra þessa frétt þegar í ljós kemur hvort hægt verður að opna veginn,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar fyrir nokkrum mínútum.

UPPFÆRT síðdegis - „Vegurinn er opinn, greiðfær eins og er en snjóþekja og hálkublettir, sérstaklega Skagafjarðarmegin skv. Vegagerðinni,“ segir á síðu lögreglunnar. „Farið varlega, skoðið veðurspá og farið ekki í langferðir eins og veðurspáin er núna.“