Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði lokuð – gott veður á Akureyri

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Ágætt veður hefur verið á Akureyri í morgun, örlítil ofankoma og svolítill vindur. Myndirnar tvær sem hér fylgja voru teknar í morgun og sýna stöðuna vel.

Hins vegar eru vegir víða lokaðir í landshlutanum og víðar að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Snjóþekja eða hálka og skafrenningur er á nokkrum leiðum. 

Veðurstofan spáir versnandi veðri í landshlutanum og gul viðvörun tók gildi um níuleytið í morgun. Spáð er norðaustan 15-20 metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

  • Öxnadalsheiði – Vegurinn er lokaður vegna veðurs og litlar líkur á að hann opni í bráð.
  • Þverárfjall – Vegurinn er lokaður.
  • Möðrudalsöræfi – Vegurinn er lokaður vegna veðurs og verður ekki opnaður í dag.
  • Mývatnsöræfi – Vegurinn er lokaður vegna veðurs og verður ekki opnaður í dag.
  • Vopnafjarðarheiði – Vegurinn er lokaður vegna veðurs.