Fara í efni
Fréttir

Fylgdarakstur yfir Öxnadalsheiði í kvöld

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Öxnadalsheiði var lokað í gær vegna veðurs og er enn lokuð. Staðan verður tekin klukkan 11.00 og metið hvort skynsamlegt verði að opna leiðina fyrir bílaumferð. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víða á vegum á Norðurlandi, éljagangur og skafrenningur víða með mjög takmörkuðu skyggni á köflum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Uppfært kl. 20.17 - „Fylgdarakstur verður á heiðinni fram eftir kvöldi,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Uppfært kl. 19.07 - Vegurinn enn lokaður; stefnt að því að opna fyrir klukkan 20.00.

Uppfært kl. 16.49 - Vegurinn enn lokaður. Vonast er til að opnað verðu um kl. 19.00, segir á vef Vegagerðarinnar.

Uppfært kl. 15.10 - Vegurinn er enn lokaður vegna veðurs. „Mokstur gengur hægt en vonast er til að hægt verði að opna veginn á næstu klukkutímum,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Uppfært kl. 14.10 - vegurinn er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að opna leiðina á milli kl. 15.00 og 16.00.

Uppfært kl. 11.10 - enn er lokað. Staðan verður næst tekin klukkan 14.00 skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.