Fréttir
Óvissustigi hefur verið aflétt á SAk
03.08.2022 kl. 10:36
Óvissustigi hefur verið aflétt á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta var tilkynnt á vef stofnunarinnar í morgun.
„Ennþá eru legudeildir þéttsetnar og ekki er fullmannað í allar stöður en unnið er að því að leysa úr því og einnig hefur starfsfólk lagt á sig umtalsverða aukavinnu svo tryggja megi þjónustu við skjólstæðinga SAk,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, í tilkynningunni. Hann nefnir að sneiðmyndatæki sem var bilað sé komið í lag „þannig að ekki verða truflanir á eða tafir á greiningu í tilfellum þar sem notkun þess skiptir höfuðmáli.“