Fréttir
Óþarfa óhreinindi vegna sandburðar
19.04.2023 kl. 12:00
Anton Benjamínsson, véltæknifræðingur á Akureyri, skorar á stjórnendur og starfsmenn bæjarins að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að draga úr óhóflegum og óþörfum sandburði á stræti og torg að vetrarlagi.
„Undanfarnar vikur hefur verið sá árstími er maður skammast sín fyrir bæinn okkar og er það árvisst. Mikil óhreinindi hvert sem litið er og rykmökkur yfir bænum með tilheyrandi leiðindum. Í raun er ekkert óeðlilegt að óhreinindi komi í ljós þegar snjóa leysir á vorin eftir langan vetur en það er mannanna verk hversu yfirgengilegt þetta er,“ skrifar Anton meðal annars í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.
Smellið hér til að lesa grein Antons