Fréttir
Orkan lækkar verð við Hörgárbraut
01.04.2025 kl. 11:00

Orkan hefur nú lækkað verð á eldsneyti á stöð félagsins við Hörgárbraut. „Lægsta verðið á jarðefnaeldsneyti á Akureyri fæst því á Hörgárbraut og Mýrarvegi. Nýlega var dælum á Mýrarvegi fjölgað og uppfærðar það er því ánægjulegt að bjóða nú lægsta verðið á tveimur staðsetningum á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Við eigum frábæran hóp viðskiptavina á Norðurlandi og höfum sett orku í að bæta aðgengi að þjónustu á stöðvum okkar síðustu ár. Á Hörgárbraut höfum við komið fyrir 8 hraðhleðslustaurum þar sem viðskiptavinir með CCS tengi og CHAdeMO tengi geta hraðhlaðið. Einnig höfum við komið fyrir gassjálfsala við stöðina okkar á Hörgárbraut þar sem viðskiptavinir geta sótt úrval af skrúfu- og smellugaskútum allan sólahringinn. Á Mýrarvegi uppfærðum við nýlega dælubúnað og fjölguðum dælum úr tveimur í fjórar,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.