Fréttir
Orð, raddblær og líkamstjáning
07.02.2022 kl. 06:00
„Samskipti eru ekki bara orðin sem við tjáum, raddblær og líkamstjáning eru líka samskipti. Allt eru þetta verkfærin sem við notum við að koma tjáningu okkar til skila til annars fólks,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi, í þriðja pistlinum sem hún skrifar fyrir Akureyri.net og birtist í dag.
Sigríði þykir mjög merkilegt hvað sum fræði segja um hvernig fólk meðtekur hvern þessara þátta. „Þegar einhver er að tala við okkur þá er 70% þess sem við meðtökum byggt á líkamstjáningu viðkomandi, 20% röddinni og 10% á orðunum sem eru sögð – pælið í því!“
Þriðja pistil sinn kallar Sigríður Stjórnborð og stillingar. Smellið hér til að lesa.