Opnunarhátíð Gina Tricot á Glerártorgi
Í dag verður opnuð Gina Tricot verslun á Glerártorgi, í 325 fermetra rými við hlið Lindex-verslunarinnar. Opnunarhátíðin hefst kl. 12 undir dynjandi tónlist DJ Dóru Júlíu. Verslunin býður gestum meðal annars upp á skráningu í Gina Tricot klúbbinn og að snúa lukkuhjóli ásamt því að gjafapoki fylgir. Stutt er síðan fyrirtækið opnaði verslun í Kringlunni í Reykjavík og rataði sú opnun meðal annars í fréttir vegna margmennis sem mætti á opnunarhátíðina.
Gina Tricot býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur og stúlkur. Gera má ráð fyrir að sex til átta manns starfi að jafnaði í versluninni. Gina Tricot á Islandi er rekin í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon og er Ísland er fyrsta landið í alþjóðlegu samhengi þar sem slíku umboðsfyrirkomulagi er fyrir að fara.
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Gina Tricot leggi mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð, áhrif á umhverfið og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað, til dæmis með því að endurhanna eldri flíkur í samstarfi við hönnuði úr hönnunarháskólanum í Borås í Svíþjóið, auk þess að kynna línur sem byggja á að endurvinna flíkur og efni og þannig byggja undir hringrásarhagkerfið. Gina Tricot er einnig samstarfsaðili samtaka eins og UN Women, UNICEF og World Wildlife fund for nature ásamt því að framleiða vörur undir vottunum Svansmerkisins GOTS (Global Organic Textile Standard) sem tryggir notkun bómullar sem framleidd er með sjálfbærari hætti. Gina Tricot hefur frá 2011 verið aðili að Amfori, áður BSCI, sem hefur að markmiði að bæta félagslegar aðstæður og umhverfismál í aðfangakeðjunni.
„Hönnunin er „ofurnútímaleg“ með vísan í skandinavískan uppruna vörumerkisins þar sem ljósir litir og mjúkir tónar og viðaráferð kallast á við skjái og innréttingar sem veita innblástur og draga fram nýjustu línur Gina Tricot,“ segir í tilkynningu verslunarinnar um útlit hennar og framsetningu.
Nokkrar lykilstaðreyndir um Gina Tricot
- Gina Tricot býður upp á kventískufatnað, fylgihluti og heimilisvörur
- Gina Tricot starfrækir um 150 verslanir í fjórum löndum og á netinu í öllum Evrópulöndum
- Verslanir Gina Tricot eru í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Þýskalandi og nú á Íslandi
- Hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns
- Aðalskrifstofur Gina Tricot eru í Borås i Svíþjóð