Fréttir
Opinn fundur í kvöld um þyrlu á Akureyri
15.11.2023 kl. 13:30
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Ljósmynd: Landhelgisgæslan
Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður heldur opinn fund á Flugsafni Íslands í kvöld þar sem kynnt verður þingsályktun sem hann hefur lagt fram á Alþingi, þess efnis að dómsmálaráðherra beiti sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila í bænum.
Eftirtalin halda fyrirlestur á fundinum:
- Björn Gunnarsson yfirlæknir sjúkraflugs og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
- Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
- Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
- Reimar Viðarsson formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði
- Auðunn Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar
Njáll Trausti stýrir fundinum. Ástæða er til þess að hvetja bæjarbúa til að mæta á fundinn og kynna sér þetta áhugaverða og mikilvæga mál. Fundurinn hefst klukkan 20.00.