Fara í efni
Fréttir

Opinn fundur Arnars Þórs um Bókun 35

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður, f.v. dómari og nú varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, heldur opinn fund um Bókun 35 á Múlabergi á Hótel Kea í kvöld,  mánudaginn 16. október kl. 19:00 til 20:00.

„Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst nú þrátt fyrir allar aðvaranir, þrátt fyrir augljósa mótstöðu innan flokksins, þrátt fyrir að efni frumvarpsins brjóti gegn 1. og 2. gr. stjórnarskrárinnar og þrátt fyrir að það gangi gegn kjarnagildum Sjálfstæðisflokksins og sé til þess fallið að hrekja traustustu kjósendur flokksins frá borði halda sínu striki og freista þess að knýja frumvarp um Bókun 35 í gegnum þingið með stuðningi þingflokks Sjálfstæðisflokksins,“ segir í tilkynningu frá fundarboðendum.

„Má af þessu álykta sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé í framkvæmd eitthvað allt annað en hann gefur sig út fyrir að vera? Frumvarpið sem hér um ræðir gengur þvert gegn öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir og verja því það framselur löggjafarvald Alþingis til ESB.“