Fara í efni
Fréttir

Opinn fræðslufundur Arfs Akureyrarbæjar

Samtökin Arfur Akureyrarbæjar standa fyrir opnum fræðslufundi næstkomandi laugardag, 27. janúar, þar sem Arnhildur Pálmadóttir arkitekt mun flytja erindi um mikilvægi þess að sjónarmið um varðveislu og endurnýtingu séu höfð að leiðarljósi í mannvirkjageiranum.

Fundurinn verður í suðursal Rauða krossins að Viðjulundi 2 og hefst kl. 14.00.

Arnhildur hlaut nýlega viðurkenningu frá innanríkisráðuneytinu fyrir frumkvöðlastarf í vistrænni mannvirkjagerð sem byggir á hringrásarhugsun, að því er segir í tilkynningu.

Samtökin Arfur Akureyrarbæjar voru stofnuð á 160 ára afmæli bæjarins, 29. ágúst 2022. Markmið þeirra eru, að því er segir á Facebook síðu þeirra:

  • Að standa vörð um menningarminjar í Akureyrarbæ.
  • Að vekja og viðhalda áhuga á gildi menningarminja.
  • Að auka skilning á þeim verðmætum sem menningarminjar búa yfir fyrir nútíð og framtíð.
  • Að standa vörð um varðveislu þess arfs svo hann megi um framtíð verða hluti af bæjarlandslagi okkar og menningu.
  • Að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í húsvernd og uppbyggingu á sögulegum forsendum fyrir lífsgæði og fjölbreytileika.
  • Að vinna með opinberum aðilum við varðveislu menningarminja.