Fara í efni
Fréttir

Ólafur Þór: Gæska er smitandi hegðun

„Þegar við verðum vitni að því að einhver gerir góðverk er tilfinningin sem við finnum sjálf góð. Okkur verður hlýtt um hjartarætur og fyllumst manngæsku og einnig löngun til að gera eins. Eða réttara sagt svipað.“

Þannig hefst nýr pistill Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis, sá 15. í röðinni Fræðsla til forvarna sem birtist á Akureyri.net.

„Rannsóknirnar sýna nefnilega að maður gerir ekki það sama og fyrirmyndin heldur fyllist meiri löngun til að gera vel, láta gott af sér leiða og finnur svo eigin leið til að gera það. Þetta er smitandi hegðun, meðvituð eða ómeðvituð.

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs