Fréttir
Ólafur hættir senn sem slökkviliðsstjóri
24.11.2022 kl. 06:00
Ólafur Stefánsson, lengst til vinstri, fylgist með rýmingar- og björgunaræfingu slökkviliðsins í Háskólanum á Akureyri í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ólafur Stefánsson hefur sagt upp starfi sínu sem slökkviliðsstjóri á Akureyri. Uppsögnin tekur gildi 1. desember þannig að hann hættir í síðasta lagi í lok febrúar.
Ólafur hefur verið slökkviliðsstjóri á Akureyri síðastliðin átta ár en unnið sem slökkviliðsmaður í alls 24 ár. Spurður um ástæðu ákvörðunarinnar segir Ólafur við Akureyri.net að hann langi einfaldlega að breyta til.